Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Samfylkingin bætir við sig og mælist stærst í öllum kjördæmum

Samfylkingin bætir við sig fylgi milli mánaða og mælist með 27% í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Flokkurinn er með mest fylgi í öllum kjördæmum.Samfylkingin hefur mælst stærst í öllum könnunum Gallups frá því í ársbyrjun 2023. Í síðustu viku mældist Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar stærstur í könnun Maskínu, í fyrsta sinn í tvö ár.Fylgi Sjálfstæðisflokksins er 22,4% í könnun Gallups og eykst um tæpt prósentustig milli mánaða. Viðreisn er þriðji stærsti flokkurinn með 14,6% fylgi.Því næst kemur Miðflokkurinn með 9,3% en fylgi hans minnkar um tæpt prósentustig milli mánaða.Flokkur fólksins nýtur stuðnings 7,7% kjósenda. Marktækur munur er hins vegar á fylgi flokksins fyrir og eftir 20. mars. Þann dag greindi RÚV frá því að Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra hefði fyrir 30 árum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera