Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Vika þar til ferðalangar til Bretlands þurfa að sækja um ETA-ferðaleyfi

Frá og með næsta miðvikudegi, 2. apríl, þurfa Íslendingar og aðrir erlendir ríkisborgarar, sem ekki hafa dvalarleyfi í Bretlandi, að sækja um rafrænt ferðaleyfi, ETA (Electronic travel authorisation), áður en þeir ferðast til landsins. Það er óháð því hvort Bretland er lokaáfangastaður eða hvort millilent er í Bretlandi.Rafræna ferðaleyfið gildir í tvö ár frá útgáfudegi, eða þar til vegabréf viðkomandi rennur út, og kostar 10 pund. Gjaldið verður hækkað í 16 pund 9. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá Sendiráði Íslands í London er auðveldast að sækja um ferðaleyfið með smáforritinu UK ETA app, eða á vefsíðu breskra stjórnvalda, gov.uk.Á vef stjórnvalda segir að vinnsla umsóknarinnar taki að jafnaði 3 daga.Íslenskir ríkisborgarar mega dvelja í 6 mánuði í Bretlandi án þess að vera með dvalarleyf

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta