Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Rússneskar bókmenntir verða meira skapandi undir ritskoðun

„Ég heyri lítið um það sem er að gerast í bókmenntum í Rússlandi. Þú getur í rauninni ekki fundið neinn lista yfir bækur á móti stríði á rússnesku af því það er hættulegt, bæði fyrir þau sem skrifa og þau sem gefa út. Það er krefjandi að finna út úr hvað er að gerast í bókmenntum,“ segir Natasha S, skáld. Hún birti á dögunum grein í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar um bókabúðir í heimaborg sinni Moskvu og hvernig samtíminn endurspeglast í rússneskum nútímabókmenntum. Tómar Ævar Ólafsson ræddi við hana í Víðsjá á Rás 1. LÍFIÐ HELDUR ÁFRAM OG ER Á SAMA TÍMA GJÖRBREYTT „Ég fer reglulega til Rússlands. Ég reyni að fara að minnsta kosti einu sinni á ári,“ segir Natasha. „Þetta er þriðja ferðin sem ég fer frá 2022. Fyrst fór ég í september 2022 og stemningin var öðruvísi þá. Fólk var

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera