CHARLEY CROCKETT – LONESOME DRIFTER Nútímakúrekinn Charley Crockett er klæddur í kúrekaföt sem segja sex og spilar kántrírokk af gamla skólanum og gerir það ansi sannfærandi. Lagið Lonesome Drifter fylgir á eftir smelli hans Solitary Road sem hefur ómað undanfarna mánuði á Rás 2. FONTAINES DC – IT'S AMAZING TO BE YOUNG Frá Dallas förum við til Dublin þar sem Fontaines DC eru klárir með nýtt lag, It´s Amazing To Be Young. Lagið fylgir eftir frábæru ári þeirra í fyrra þar sem flestir voru sammála um að plata þeirra Romance væri með því allra besta sem kom út. MOMMA – I WANT YOU (FEVER) Hressu krakkarnir í Momma eru frá Kaliforníu en gera út frá New York og spila eiturhresst indírokk. Hljómurinn minnir á Breeders og léttari spretti Sonic Youth, eins og lagið I Want You (Fever) sýnir ág