Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Starfsgreinasambandið (SGS) og Efling segja launalækkun til strafsfólks ræstingarfyrirtækja sem deilt hefur verið um, ekki vera lækkun launa umfram lámarkstaxta heldur lækkun kjarasamningsbundinna launa. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ASÍ þar sem framganga ræstingarfyrirtækja í garð starfsfólks er fordæmd. LÆKKUN KJARASAMNINGSBUNDINNA LAUNA Við gerð kjarasamninga í fyrra hafi ríkt um það einhugur hjá Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samtökum atvinnulífsins að bæta sérstaklega launakjör ræstingarfólks. Ákveðið hafi verið að sá hópur fengi aukna hækkun um tvo launaflokka, auk mánaðarlegs ræstingaauka. Hækkun sem hafi numið tæplega tólf prósentum.„Þannig var samið um að hækka þáverandi laun sérstaklega, enda samhljómur um að gera þyrfti betur fyrir þennan