Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Búrhval rak á land í Guðlaugsvík

Búrhval rak á land í Guðlaugsvík á Norðurlandi vestra. Tilkynnt var um málið á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra en hún fylgdi eftir tilkynningu um málið við upphaf vikunnar. Guðlaugsvík er að finna norður af Borðeyri, austanmegin í Hrútafirði.Höskuldur B. Erlingsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Norðurlandi vestra, segir að hvalhræið hafi fundist um 300 metra frá fyrsta sveitabænum við Guðlaugsvík. Talið er að hvalinn hafi rekið á land fyrir helgina.„Hann var að velkjast um í fjöruborðinu, rétt við sveitabæina sem eru þarna á svæðinu,“ segir Höskuldur.Hræið er um 14 metra langt eða jafn langt og þrír fólksbílar.Ekki var farið að sjá mikið á hræinu að sögn Höskuldar eins og sjá má einnig á meðfylgjandi myndum. Þá var ekki komin mikil lykt í hræið en mögulega spilaði þar kalt

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera