Fuglainflúensa (H5N5) hefur greinst í öðrum ketti hér á landi. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum greindi fuglainflúensu í dauðum ketti í dag. Sá köttur var af heimili á Seltjarnarnesi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunar.Fyrr í vikunni var greint frá því að skæð fuglainflúensa hefði í fyrsta sinn greinst hér á landi í ketti sem drapst fyrir jól. Engin tenging er á milli kattanna tveggja.Líklegast er talið að kötturinn hafi smitast af fuglshræi. Áður en hann var aflífaður var kötturinn með svipuð einkenni og fyrri kötturinn; hita, slappleika og taugaeinkenni á borð við krampa og stífleika. Aðrir kettir á heimilinu eru frískir.Mast tekur fram að ekkert bendi til þess að fuglainflúensa smitist milli katta. Smithætta fyrir fólk af völdum fuglainflúensu er mj