Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fuglaflensa greinist í öðrum ketti hér á landi

Fuglainflúensa (H5N5) hefur greinst í öðrum ketti hér á landi. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum greindi fuglainflúensu í dauðum ketti í dag. Sá köttur var af heimili á Seltjarnarnesi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunar.Fyrr í vikunni var greint frá því að skæð fuglainflúensa hefði í fyrsta sinn greinst hér á landi í ketti sem drapst fyrir jól. Engin tenging er á milli kattanna tveggja.Líklegast er talið að kötturinn hafi smitast af fuglshræi. Áður en hann var aflífaður var kötturinn með svipuð einkenni og fyrri kötturinn; hita, slappleika og taugaeinkenni á borð við krampa og stífleika. Aðrir kettir á heimilinu eru frískir.Mast tekur fram að ekkert bendi til þess að fuglainflúensa smitist milli katta. Smithætta fyrir fólk af völdum fuglainflúensu er mj

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera