Mikil og oft á tíðum harkaleg umræða hefur orðið eftir að ný ríkisstjórn sagðist ætla að tryggja 48 daga til strandveiða. Þetta hefur lengi verið krafa smábátaeigenda sem nú fagna á meðan stærri útgerðir gagnrýna ákvörðunina harðlega. MEÐALNÝTINGIN 26 DAGAR ÞAU ÁR SEM 48 DAGAR VORU LEYFÐIR Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir af og frá að allt fari á hliðina þó að þetta verði að veruleika í sumar. „Nei, það gerir það alls ekki. Við höfum verið að skoða hvernig þetta var á árunum 2018 og 2019 þegar leyfðir voru 48 dagar og þá voru þetta 26 dagar sem voru að meðaltali í nýtingu.“Leyfðir eru tólf veiðidagar á strandveiðum í hverjum mánuði frá byrjun maí og út ágúst. Örn bendir á að sjómenn eigi engan rétt á viðbót nái þeir ekki að nýta nema kannski helminginn a