Mikið ber í milli í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara. Upp úr viðræðum þeirra slitnaði í dag. Engir frekari fundir hafa verið boðaðir. Verkföll hefjast 1. febrúar semjist ekki fyrr.Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari segir að skynsamlegast sé að taka hlé á viðræðum. Deiluaðilar geti þá hvor í sínu lagi og í samráði við ríkissáttasemjara kannað hvort hægt sé að finna nýjan grundvöll eða blása lífi í viðræðurnar á nýjan hátt.Ástráður segir að enn beri talsvert í milli. Hann getur ekki sagt til um hvað hléið verður langt.