Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Við erum ekki Danir eða Bandaríkjamenn, við erum Grænlendingar“

Við viljum ekki vera Danir eða Bandaríkjamenn, heldur Grænlendingar, segir formaður landstjórnar Grænlands. Forsætisráðherra Danmerkur segir ósk Grænlands um sjálfstæði skiljanlega og eðlilega.Framtíð Grænlands hefur verið mikið til umræðu eftir ósk Donalds Trumps verðandi Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland, og heimsókn sonar hans, Donalds Trump yngri, til Grænlands í vikunni. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Múte B. Egede formaður landstjórnar Grænlands boðuðu í dag til blaðamannafundar um stöðuna og þar tók sú fyrrnefnda undir að Grænlendingar eigi að ráða sinni framtíð.„Ég verð var við eindregnar óskir meðal margra Grænlendinga um að stefna í átt að sjálfstæði. Fyrir mér er það bæði lögmætt og skiljanlegt og ég ber mikla virðingu fyrir þeirri ósk,“ sagði Frederiksen á

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera