Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

2024 heitasta ár frá upphafi mælinga

2024 er hlýjasta ár síðan mælingar hófust. Það er enn fremur fyrsta árið þar sem meðalhiti er meira en 1,5° hærri en hann var fyrir iðnbyltingu. Fyrra met var sett 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu veðurfarsþjónustu Kópernikus, sem er stofnun á vegum Evrópusambandsins sem er rekin af Reiknisetri evrópskra veðurstofa.Hnattrænn meðalhiti var 15,1°C í fyrra. Það er 0,72°C yfir meðaltali áranna 1991 til 2020. Meðalhiti ársins var auk þess 1,6°C yfir meðalhita áranna 1850 til 1900 sem er það tímabil sem er notað til að áætla hnattrænan hita fyrir iðnbyltingu. Hnattrænn meðalhiti var yfir þessum 1,5° mörkum alla mánuði síðasta árs að júlí undanskildum.Þrátt fyrir það var júlímánuður óvenjuheitur. Hann var næstheitasti mánuður sögunnar, á eftir júlí ári áður. Þá átti heitasti dagur sögunnar sé

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera