Læknaskortur hefur sett heilbrigðisþjónustu í Rangárvallasýslu í uppnám og hafa íbúar og fulltrúar sveitarfélaga lýst stöðunni sem grafalvarlegri. GRUNNÞJÓNUSTA LÆKNA Í SÝSLUNNI HEFUR VERIÐ TRYGGÐ Fulltrúar sveitarfélaganna þriggja í sýslunni áttu í byrjun vikunnar fund með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og niðurstaða þess fundar er að grunnþjónusta lækna í sýslunni hefur verið tryggð með verktöku næstu tvo mánuði í það minnsta. Þá var samþykkt að auka upplýsingaflæði og ræða stöðuna á öðrum fundi í næsta mánuði.„Þannig að það er búið að teikna þetta upp svona í ákveðinn tíma. En það sem er óleyst enn þá er auðvitað að ráða í fastar og varanlegar stöður, það sem allir vilja sjá,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra. VILJA RÆÐA REGLUR UM ÍVILNANIR TI