„Ég heiti Eiríkur Finnsson. Ég er sennilega einn þekktasti maðurinn á Íslandi sem enginn þekkir,“ segir matreiðslumaðurinn í símaviðtali frá Alicante á Spáni þar sem hann býr í nokkra mánuði á hverju ári.Þú þekkir Eirík kannski ekki út frá þessu nafni heldur einungis skammstöfun þess og styttingu, E. Finnsson. Eiríkur er höfundur íslensku pítsusósunnar sem framleidd hefur verið undir merkjum sósuframleiðandans E. Finnsson í bráðum fjörutíu ár. Hann er líka guðfaðir pítunnar á Íslandi og stofnandi samnefnds veitingastaðar sem nú er til húsa í Skipholti. > Það komu menn hingað sem voru að fara erlendis og bjuggu þar, komu og keyptu slatta af svona sósu og tóku hana með sér. Pítusósan frá E. Finnssyni hefur náð þeim stað á Íslandi að vera ein af þeim vörum sem Íslendingar taka með sér til a