„Hræðilegt að heimilið sé ekki griðastaður“
SAFNA FYRIR NÝJU KVENNAATHVARFI EFTIR ÍTREKAÐAR FRÉTTIR AF HEIMILISOFBELDI Fjáröflunar- og kynningarátakið Á allra vörum hefur legið í dvala frá 2019, en í mars verður því hrint af stað í tíunda sinn.„Það vakti okkur til umhugsunar, allar þessar fréttir um ofbeldi inni á heimilum fólks. Og þetta plantaðist inn í höfuðið á okkur og síðan er það nú bara þannig að Linda Dröfn Gunnarsdóttir, sem stýrir Kvennaathvarfinu, hafði samband við okkur og viðraði þá hugmynd að við myndum koma úr dvala og setja af stað söfnun,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, einn forsvarsmanna átaksins.„Það er eitthvað að þjóðfélagi þegar maður opnar ekki fjölmiðil án þess að það sé einhver frétt um ofbeldi. Og ofbeldi inni á heimilum, það stingur svo í hjartað. Að heimilið sé ekki griðastaður fyrir fólk. Það er hræðileg