„Í okkar hugmyndafræði er virkni númer eitt og síðan kemur fagurfræði,“ segir Aron Guan, listrænn stjórnandi hlaupamerkisins Vecct. „Við myndum aldrei fórna einhverjum tilgangi eða einhverjum feature í flík fyrir eitthvað skraut.“Fatamerkið Vecct er nýstofnað og nýverðlaunað fyrir fyrstu línu sína af hlaupafatnaði sem hönnuðir lofa að standist íslenskar aðstæður. Merkið fékk hvatningarverðlaun Fatahönnunarfélags Íslands og í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að merkið sameini frumleika, notagildi og fagurfræði á einstakan hátt. Guðrún Sóley Gestsdóttir hitti mennina á bak við Vecct í Kastljósi. ÞAÐ FALLEGA VIÐ HLAUP ER AÐ ÞAU ERU FYRIR ALLA Vecct er fyrsta íslenska hlaupafatamerkið og á bak við það eru Jóhann Ingi Skúlason, tölvunarfræðingur og myndlistarmaður, sem er framkvæmd