Atlantshafsbandalagið NATO hyggst senda tvö herskip til Finnska flóa á vettvang skemmdarverka á jóladag þar sem rafmagnsstrengurinn Estlink 2 ásamt fjórum ljósleiðarastrengjum á hafsbotninum milli Finnlands og Eistlands voru rofnir. Í næstu viku hittast leiðtogar NATO-ríkja umhverfis Eystrasalt í Helsinki og ræða öryggismál.