Iðunn mathöll var opnuð við mikinn fögnuð á Glerártorgi þann 21. desember. Mikið annríki er í verslunarmiðstöðvum á þessum tíma árs en að sögn Guðmundar Péturssonar, rekstrarstjóra nýju mathallarinnar, gekk opnunin vonum framar.„Það fór af stað bara með hvelli. Náttúrlega erfiður tími til þess að opna veitingastað svona á jólunum en það fór bara mjög vel af stað.“Akureyringar hafa beðið spenntir eftir opnunni um nokkurt skeið, sem dregist hafði á langinn. Í mars sagði fréttastofa frá því að rekstarstjóra hennar hefði verið vikið frá störfum eftir að upp komst um skattalagabrot hans.Veitingastaðir mathallarinnar eru fimm ásamt einu kaffihúsi og framboðið nokkuð fjölbreytt viðbót í veitingastaðaflóru bæjarins. Þar má meðal annars næla sér í sushi-bita, taco, pítsu eða djúpsteiktan kjúkling á