Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir breytingar sem gerðar hafa verið á ívilnunum hafa verið óskynsamlegar. Ísland hafi farið úr öðru sæti yfir nýskráða rafbíla í það níunda.Norðmenn hafa tekið stór skref undanfarin ár í rafvæðingu bílaflota síns. Á síðasta ári var nærri 90% nýskráðra fólksbíla þar í landi rafmagnsbílar. Rúmlega 5% voru tvinnbílar og tæplega 3% tengitvinnbílar. Á Íslandi var hlutfall nýskráðra rafmagnsbíla til einstaklinga 47%. Lítum á hvernig þróunin var frá árinu þar á undan, þá sést að hlutfall rafmagnsbíla jókst á milli ára í Noregi, úr rúmlega 82%, í tæp 90%, en hér á landi var þróunin í hina áttina hlutfallið fór úr 75% í fyrrnefnd 47%. ÍSLAND FÉLL ÚR 2. SÆTI Í 9. „Já, þetta er kannski pínu áfall í því samhengi, en það ber nú kannski að gæta að því að inni