Vatnaleið á Snæfellsnesi er lokuð eftir umferðaslys. Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vesturlandi, segir að fjórir til fimm bílar hafi skollið saman í vondu veðri á sunnanverðri heiðinni. Engin slys hafi þó orðið á fólki.Lögregla er við vinnu á slysstað og mögulegt er að koma þurfi upp aðstöðu fyrir þá farþega sem voru í bílunum ef þeir reynast ekki gangfærir.