Feiknarstórar birgðageymslur rísa á næstunni á varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Þær munu meðal annars hýsa allt sem til þarf til að búa til flugvelli og laga þá sem kunna að skemmast. „Þetta verður eins konar flugvöllur í boxi,“ segir skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Bandaríkjaher greiðir fyrir verkefnið sem kostar 13,5 milljarða króna.Yfirlitsmynd af framkvæmdasvæðinu á Miðnesheiði SJÖ FEIKNARSTÓRAR SKEMMUR Það hefur verið mikið að gera á framkvæmdasvæðinu síðustu vikurnar. Í skemmunum sem þar munu rísa verður geymdur allur búnaður sem þarf til að koma upp flugvöllum hvar sem er, að sögn Jónasar Gunnars Allanssonar, skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. > „Þetta er allt sem þarf til að koma upp flugvelli, hér á Íslandi en líka annars st