Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík lést í gær á 99. aldursári. Jón var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og helstu forystumanna í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi á síðastliðinni öld.Jón var afkastamikið tónskáld og lagði mikið af mörkum til að stuðla að nýsköpun í tónlist. Mörg laga hans eiga sérstakan sess hjá þjóðinni, til að mynda „Hvert örstutt spor“ úr Silfurtungli Halldórs Laxness. Þar að auki samdi hann „Smávinir fagrir“ við Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar aðeins fjórtán ára gamall.Jón var sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og riddarakrossi Dannebrogsorðunnar. Jón hlaut einnig heiðursnafnbót Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010 auk fleiri viðurkenninga á löngum og farsælum ferli.Jón var skólastjóri Tónlistarskólans í