Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Grunur um íkveikju í bænahúsi í Melbourne

Yfirvöld í Ástralíu segjast gruna að mikill eldur sem kom upp í bænahúsi gyðinga í Ripponlea í Melbourne snemma í morgun hafi verið kveiktur af ásettu ráði. Lögreglan sagði einn hafa slasast á hendi og að tjón sé töluvert.Eldurinn kom upp fyrir sólarupprás meðan nokkrir voru inni í byggingunni en að sögn ástralskra miðla tókst fólkinu að koma sér út í tæka tíð. Sextíu slökkviliðsmenn voru kallaðir til um klukkan fjögur í nótt að staðartíma og tókst að ráða niðurlögum eldsins.Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið að svo stöddu en tveggja manna er leitað. GRÍMUKLÆDDIR MENN SÁUST Í BÆNAHÚSINU Lögreglan sagði sjónarvott hafa tekið eftir tveimur grímuklæddum einstaklingum í bænahúsinu. Þeir hefðu flúið vettvang eftir að gestur bænahússins hefði komið að þeim. Farið yrði yfir upp

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera