Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Rússar beiti öllum ráðum til að forðast ósigur

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir notkun Rússa á hljóðfrárri eldflaug í árás á Úkraínu hafa miðast að því að koma Vesturlöndum í skilning um að þeir séu reiðubúnir að beita öllum ráðum til að forðast ósigur. Ummælin lét hann falla í viðtali við bandaríska sjónvarpsmanninn Tucker Carlson.Lavrov sagði ummælin beinast að þeim ríkjum sem hefðu gefið Úkraínumönnum leyfi til að nota langdrægar eldflaugar til að hæfa skotmörk innan landamæra Rússlands. Hann sagði þau ríki berjast fyrir forystu yfir heiminum öllum en Rússar berðust fyrir eigin lögmætu öryggishagsmunum.Sergei Lavrov er utanríkisráðherra Rússlands.AP/Russian Foreign Ministry Press Service / Uncredited

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera