Norsk fangelsismálayfirvöld hafa bætt aðstöðu í fangaklefa hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik, sem hefur ítrekað kvartað yfir aðbúnaði. Dómstóll hafnaði beiðni hans um skilorð í vikunni.Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi eftir að hafa orðið 77 manns að bana og sært 42 í Osló og Útey árið 2011. Að afplánun lokinni er hægt að framlengja fangelsisvist hans svo lengi sem hætta er talin stafa af honum.Dómstóll hafnaði beiðni hans um skilorð í fyrradag. Lögmaður Breiviks bað um að hann yrði leystur úr haldi og settur á skilorð með ströngum skilyrðum, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins NRK. Hann sagði í málflutningi sínum í lok nóvember að dómur Breiviks miðaðist ekki að endurhæfingu. ALVARLEGASTI GLÆPUR Í NOREGI Saksóknari bað dómstólinn um að hafna beiðninni. Hún sag