Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna ásökunum Eflingar um að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með kjarasamningi stéttarfélagsins Virðingar við starfsfólk í veitingageiranum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SVEIT.Í tilkynningunni segir að SVEIT hafi haft það að markmiði að gera kjarasamning við Eflingu, allt frá stofnun samtakanna. Óskum SVEIT um kjaraviðræðu hafi hins vegar verið hafnað. „Ef vilji Eflingar er sá að eiga samningaviðræður standa dyr SVEIT sannarlega opnar,“ segir í tilkynningunni.SVEIT og Virðing stéttarfélag hafa skrifað undir kjarasamning vegna starfa í veitingageiranum. Samningurinn tók gildi 1. nóvember og gildir í fjögur ár. EFLING SEGIR VIRÐINGU VERA GERVISTÉTTARFÉLAG Efling hefur varað félagsmenn sína við að ganga í Virðingu sem Efl