Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hlaut ekki meðbyr fyrir Héraðsdómi Ringerike, Asker og Bærum í gær eftir að hafa sóst eftir því öðru sinni að verða látinn laus til reynslu. Var það einróma álit fjölskipaðs dóms að synja fjöldamorðingjanum um reynslulausn.