Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Macron situr áfram og útnefnir nýjan forsætisráðherra

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlar að útnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum. Macron er staðráðinn í að sitja sem forseti út kjörtímabilið.Þetta kom fram í ávarpi hans til frönsku þjóðarinnar í kvöld. Michel Barnier forsætisráðherra baðst lausnar í morgun.Erfitt hefur reynst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar í Frakklandi í sumar og hart er sótt að Macron að axla ábyrgð á stöðunni. Hann ætlar að útnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum.„Forsætisráðherrann þarf að ráða ráðum sínum og mynda stjórn fyrir þjóðina. Fjárlögin verða forgangsmál. Sérstök bráðabirgðalög verða lögð fyrir þingið fyrir miðjan mánuðinn sem heimila, eins og kveðið er á um í stjórnarskrá, áframhald á almannaþjónustu og daglegu lífi í landinu. Þau gilda 2024 og 2025. Ég vænti þess fastlega að meirihlut

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera