Jarðskjálfti af stærðinni 7 reið yfir norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í kvöld. Veðurstofa Bandaríkjanna gaf út flóðbylgjuviðvörun sem síðar var afturkölluð.Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna sagði upphaflega að jarðskjálftinn hefði verið 6,6 að stærð en hækkaði síðan upp í 7 að stærð. Eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.Jarðskjálftinn varð úti fyrir ströndu Humboldt-sýslu og flóðbylgjuviðvörunin náði til fimm milljóna manna, allt frá Davenport í Kaliforníu til Douglas/Lane Line í Oregon.Slökkviliðsstjórinn í San Francisco segir að engar fregnir hafi borist af skemmdum á innviðum. Borgarstjórinn í Eureka segist engar fregnir hafa fengið af skemmdum enn sem komið er.Jarðvísindastofnunin áætlar að um 1,3 milljónir hafi fundið fyrir skjálftanum.Fréttin og fyrirsögn hennar voru uppfærðar eft