Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Jarðskjálfti af stærðinni 7 reið yfir norðurhluta Kaliforníu

Jarðskjálfti af stærðinni 7 reið yfir norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í kvöld. Veðurstofa Bandaríkjanna gaf út flóðbylgjuviðvörun sem síðar var afturkölluð.Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna sagði upphaflega að jarðskjálftinn hefði verið 6,6 að stærð en hækkaði síðan upp í 7 að stærð. Eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.Jarðskjálftinn varð úti fyrir ströndu Humboldt-sýslu og flóðbylgjuviðvörunin náði til fimm milljóna manna, allt frá Davenport í Kaliforníu til Douglas/Lane Line í Oregon.Slökkviliðsstjórinn í San Francisco segir að engar fregnir hafi borist af skemmdum á innviðum. Borgarstjórinn í Eureka segist engar fregnir hafa fengið af skemmdum enn sem komið er.Jarðvísindastofnunin áætlar að um 1,3 milljónir hafi fundið fyrir skjálftanum.Fréttin og fyrirsögn hennar voru uppfærðar eft

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera