Amnesty sakar Ísraelsmenn um að fara með Palestínumenn á Gaza eins og skepnur sem eigi mannréttindi ekki skilið. Í skýrslu samtakanna sem kom út í dag eru Ísraelsmenn sakaðir um þjóðarmorð á Gaza. Þessu hafna stjórnvöld í Ísrael og í sama streng taka stjórnvöld í Bandaríkjunum sem segja ásakanir um þjóðarmorð ekki á rökum reistar.Ítarlega umfjöllun um skýrsluna og viðbrögð við henni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.