Pláss er fyrir níu einstaklinga á ganginum en honum fylgir rúmgóð setustofa og eldhús og útisvæði. > Mönnum er bara sýnt meira traust sem eru hér. „Þetta er bara svona hefðbundin áfengis- og vímuefnameðferð. Hún er valkvæð, það er að segja strákarnir sem koma hér inn á ganginn sækja bara um að koma, segir Jón Þór Kvaran áfengis- og vímuefnaráðgjafi á Litla-Hrauni.Fjórir eru þegar fluttir inn en úrræðið hefur verið lokað í hálft ár vegna framkvæmda við fangelsið. Kröfurnar eru að vera allsgáður og taka þátt í allri meðferðarvinnu. Kynning var á staðnum í dag.Strákarnir búa allir í eins herbergum og það er rýmri opnunartími á meðferðarganginum en í restinni af fangelsinu. „Mönnum er bara sýnt meira traust sem eru hér“ segir Jón.Meðferðargangur var opnaður á Litla-Hrauni í dag. Fangar geta