„Þessi viðurkenning, að hafa unnið þessi verðlaun, mun halda mér lengur í þessu en ef ég hefði ekki fengið þetta,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir sem hlaut hönnunarverðlaun Íslands í ár í flokknum vara ársins fyrir ullarpeysuna James Cook. Peysan er hluti af stærri vörulínu sem Helga hannar undir nafninu BAHNS. „Ég var orðin rosa þreytt og leið en ég er það ekki lengur.“Kolbrún Vaka Helgadóttir ræddi við Helgu í Víðsjá á Rás 1 um sköpunarferlið, hæga tísku og umhverfi fatahönnuða á Íslandi. ÞAKKLÁT FYRIR HVATNINGUNA SEM VERÐLAUNIN ERU „Ég bjóst alls ekki við því að þetta verkefni yrði valið og ég er alveg ótrúlega glöð,“ segir Helga. „Ótrúlega þakklát og virkilega glöð.“Sem fyrr segir hlaut ullarpeysan James Cook hönnunarverðlaun Íslands í ár í flokknum vara ársins. Í umsögn dómnefndar