Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Ekki pólitísk ákvörðun að framfylgja lögum

Bjarni Benediktsson, starfandi matvælaráðherra, segir að það sé ekki pólitísk ákvörðun að gefa út hvalveiðileyfi til næstu fimm ára. Um leyfisveitinguna gildi lög og reglur sem hafi verið fylgt.Bjarni segir málið hafa fengið eðlilega og lögbundna meðferð, þar með talið farið til umsagnar eins og lög kveða á um. Nú hafi verið kominn tími til að taka ákvörðun, jafnvel þótt ríkisstjórnin eigi sennilega stutt eftir.Leyfið sem var veitt í dag er til fimm ára. Leyfilegur fjöldi veiddra dýra byggir á veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Stofnunin leggur til að ekki verði veiddar fleiri en 209 langreyðar á ári, og 217 hrefnur á ári.Bjarni bendir á að umboðsmaður Alþingis hafi gert athugasemd við málsmeðferð ráðherra Vinstri grænna, sem bannaði hvalveiðar með sólarhrings fyrirvara í fyrrasumar.Aðspu

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera