Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Flóðbylgjuviðvörun gefin út eftir jarðskjálfta í Kaliforníu

Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út flóðbylgjuviðvörun í kjölfar jarðskjálfta af stærðinni 7 sem reið yfir í norðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum. Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna hafði upphaflega sagt jarðskjálftann vera 6,6 að stærð en hækkaði síðan upp í 7 að stærð. Eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.Jarðskjálftinn varð úti fyrir ströndu Humboldt-sýslu í Kaliforníu og flóðbylgjuviðvörunin nær til fimm milljón manns allt frá Davenport í Kaliforníu til Douglas/Lane Line í Oregon.Slökkviliðsstjórinn í San Francisco segir engar fregnir af skemmdum á innviðum hafa borist.Jarðvísindastofnun áætlar að um 1,3 milljón manns hafi getað fundið fyrir skjálftanum.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera