Gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun í Kaliforníu eftir að gífurlega kröftugur jarðskjálfti mældist undan ströndum ríkisins. Jarðskjálftinn var af stærðinni 7,0 samkvæmt bandarískum jarðfræðingum og var uppruni hans undan ströndum norðanverðs ríkisins, nærri landamærum Oregon.