Stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafa ákveðið að verkföll hefjist ekki aftur í Fjölbrautaskóla Suðurlands, verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar næstkomandi.Kennarar í FSU fóru í verkfall 29. október. Verkfallið stóð í fjórar og hálfa viku. Öllum verkföllum kennara var frestað í síðustu viku og samþykktu kennarar þá að verkföll myndu ekki hefjast að nýju fyrr en í fyrsta lagi 1. febrúar á nýju ári.Soffía Sveinsdóttir, skólameistari, greinir frá þessu í pósti til nemenda og forráðamanna þeirra í dag að kennarar í FSu fari þó ekki aftur í verkfall.RÚV / Bjarni Rúnars