Finnur að Kóreubúar eru skelkaðir
Ringulreið ríkti í Suður-Kóreu á þriðjudagskvöld, þegar forseti Yoon Suk Yeol, forseti landsins, setti á herlög. Það var langt liðið á kvöldið en Lilja Rut Jónsdóttir, nemi við Korea University í Seúl, var vakandi. Hún og vinir hennar byrjuðu að senda skilaboð sín á milli til þess að reyna að átta sig á stöðunni.„Fyrir mig þá var þetta svolítið skrítið,“ segir Lilja Rut, „því ég veit ekkert hvað þetta þýðir. Maður hefur heyrt að það eru bara sett á herlög ef það er stríð í gangi eða eitthvað að fara að gerast.“Lilja segir að í fyrstu hafi óvissan valdið því að ástandið virkaði kannski alvarlegra og meira en það var. „En eins og staðan er núna finnur maður að fólkið er svolítið skelkað yfir þessu.“ VINAHÓPURINN SKIPTIST Í TVENNT Hún segir að vinahópurinn hennar í Suður-Kóreu hafi skipst