1.100 fermetra viðbygging við flugstöðina er tilbúin auk þess sem miklar endurbætur voru gerðar á flugstöðinni sjálfri. Nýtt flughlað er 33.000 fermetrar að stærð og nú er hægt að taka á móti allt að 14 flugvélum á Akureyrarflugvelli í einu. FLUGSTÖÐIN GETI ANNAÐ UM 500 ÞÚSUND FARÞEGUM ÁRLEGA Fjöldi gesta var við vígslu þessara mannvirkja í dag. Þau koma að góðum notum næstu árin, ekki síst við aukið millilandaflug um Akureyri. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir ánægjulegt að geta valið afmælisdag vallarins til þess að vígja þessa kærkomnu viðbót.Og miklar breytingar fylgi þessum mannvirkjum. Flugstöðin geti nú annað um 500 þúsund farþegum, en farþegar um Akureyrarflugvöll séu um 200 þúsund árlega. Þar af séu um 32 þúsund farþegar í millilandaf