„Flestir sem ég umgekkst á þessum tíma voru vinir Vematsu. Svo þegar ég segi mömmu minni frá þessu var hún fyrst: Hvað er í gangi? Af hverju er unglingsdóttir mín að tala við fullorðinn japanskan mann?“ segir Freyja Sóllilja Sverrisdóttir. „Mamma var ótrúlega ringluð og fannst þetta skrítið. Hann var líka ótrúlega spenntur að tala við mömmu og mamma fékk að skoða samskiptin okkar og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki það skrítið.“Japanski maðurinn Vematsu vingaðist við marga Íslendinga á Twitter á árunum 2013-2015. Hann teiknaði myndir sem hann sendi til Íslands og voru seldar til góðgerðarmála og kom til Íslands þar sem voru haldnir tónleikar honum til heiðurs. Nokkur þeirra sem vinguðust við hann í gegnum netið á sínum tíma heimsóttu Vematsu til Japan. Lóa Björk Björnsdóttir r