Aðdáendur söngleiksins Wicked hafa beðið óþreyjufullir eftir því í tuttugu ár að bíómyndaútgáfa sögunnar komi út. Fyrri hluti kvikmyndarinnar var frumsýndur í bíóhúsum um allan heim í síðustu viku og hefur víða slegið aðsóknarmet. Sviðsetning söngleiksins hefur lengi verið ein sú vinsælasta heims og verið sýnd til dæmis á Broadway í Bandaríkjunum og West End í London. FÉLL SAMSTUNDIS FYRIR SÖGUNNI „Ég fékk að sjá þetta á sviði í London 2020 og féll gjörsamlega fyrir þessum söngleik. Ég dýrkaði hann, fór alveg að gráta í leikhúsi og allt, sem gerist ekki endilega oft,“ segir Kolbrún María Másdóttir, krakkafréttamaður. „Þetta er eiginlega ekki það sama. Það er hægt að gera svo mikla töfra í kvikmyndaformi. Elphaba er náttúrlega göldrótt og það er erfiðara að sýna það á sviði, láta hluti f