Ari Karlsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að hann muni taka stöðuna á kjörstjórnum þegar líða tekur á daginn en slæmt veður og færð á norður- og austurhelmingi landsins gæti sett strik í reikninginn í Alþingiskosningum, bæði hvað varðar aðgengi fólks að kjörstöðum og eins að koma kjörkössum á talningarstað.