Norðvesturkjördæmi Sex flokkar skipta með sér þingsætum í Norðvesturkjördæmi miðað við síðustu keyrslu þingmannaspárinnar. Mestar líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn fái sjöunda þingmanninn kjörinn í kjördæminu, en annar maður á lista flokksins, Björn Bjarki Þorsteinsson, komst inn á þing í 37 prósent þeirra 100 þúsund sýndarkosninga sem keyrðar voru til að kalla fram niðurstöðurnar. Um 33 prósent líkur eru á...