Gestur skemmtistaðar í miðborginni var handtekinn í nótt en hann hafði ráðist að öðrum og brást illa við afskiptum lögreglumanna. Hann reyndi að hrækja á þá og bíta en lét ekki af því athæfi þegar á lögreglustöðina var komið.Annar gistir fangageymslur fyrir að ráðast að dyraverði skemmtistaðar á svipuðum slóðum ásamt því að sparka í lögreglumenn og vegfaranda. Bræði mannsins var enn svo mikil þegar á lögreglustöðina kom að ekki var hægt að ræða við hann, að því er segir í morgunskeyti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sá þriðji slapp með skrekkinn og var rekinn heim af öldurhúsi eftir að hafa hellt bjór yfir gesti og ógnað dyravörðum. Níu gistu fangageymslur lögreglunnar í morgun. Maður nokkur sem gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði var handtekinn fyrir vikið.Lögregla rannsa