Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leyfir umferð ökutækja um Vonarskarð

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti á aukafundi stjórnarinnar á mánudag að heimila umferð vélknúinna ökutækja um Vonarskarð til næstu fimm ára í tilraunaskyni. Akstur verður leyfður um svæðið frá 1. september 2025.Lengi hefur verið deilt um það hvort leyfa eigi vélknúna umferð um svæðið og segir í fundargerð stjórnarinnar að með þessu sé reynt að leiða til lykta deilur um umferð um Vonarskarð. Það sé skylda þjóðgarðsins að vernda náttúruna og fræða en jafnframt veita aðgang að landinu. TALDI AÐ FRESTA ÆTTI ÁKVÖRÐUN Benedikt Traustason, aðalfulltrúi náttúruverndarsamtaka, lagði fram tillögu á fundinum um að málinu yrði frestað fram að næsta stjórnarfundi sem stendur til að fari fram 9. desember. Þeirri tillögu var hafnað með sex atkvæðum gegn einu.Þá lagðist hann einnig einn gegn því a

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera