Eldgos er hafið á Sundhnúksgígaröð, nærri Stóra Skógfelli og hófst klukkan 23:14. Veðurstofa Íslands varaði við yfirstandandi kvikuhlaupi fimmtán mínútum áður en gosið hófst, en fyrstu merki um kvikuhlaup komu fram á mælum Veðurstofunnar um kl. 22:30. Bjarminn frá gosinu sést vel frá höfuðborgarsvæðinu eins og sést á meðfylgjandi mynd. Gosið er á svipuðum slóðum og síðustu gos og virðist...