Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Veitur ohf. af ákæru verktaka um að Veitur hafi með ólögmætum hætti rift verksamningi þeirra á milli.Veitur riftu samningnum eftir að verktaki gerðist sekur um að slá vegfaranda með gröfuskóflu, nokkuð sem héraðsdómur taldi hafa stofnað lífi hans og heilsu í hættu.Málsatvik voru þau að Veitur og fyrirtæki stefnanda gerðu með sér samning um verkið „Dælustöð fráveitu við Naustavog“ og fól verkið aðallega í sér jarðvinnu.Samningsfjárhæð var um 282 milljónir króna og lagði verktakinn fram verktryggingu sem var 10% af samningsfjárhæðinni. SLÓ VEGFARANDA MEÐ GRÖFUSKÓFLU. Veitur riftu samningnum með bréfi þann 27. ágúst 2021 og vísuðu þar til brots á öryggisreglum. Verktakanum var þá gert að fjarlægja öll vinnutæki og annan búnað eigi síðar en 30. ágúst þa