Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Bjarni sá eini sem valdi bláu kartöflurnar

Minna fór fyrir stjórnmálum og meira fyrir matreiðslu en alla jafna í störfum frambjóðenda þegar átta þeirra tóku þátt í matreiðslukeppni flokkanna í dag. Keppnin var skipulögð af Klúbbi matreiðslumeistara og fór fram í æfingahúsnæði kokkalandsliðsins.Snædís Xyza Mae Ocampo, þjálfari Kokkalandsliðsins; Ísak Aron Jóhannsson, fyrirliði Kokkalandsliðsins; og Sindri Guðbrandur Sigurðsson, keppandi í Bocuse d’Or; dæmdu hvernig til tókst hjá frambjóðendunum.Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, segir það hafa komið þeim skemmtilega á óvart hversu vel allir frambjóðendurnir stóðu sig við matseldina.Ekki er búið að reikna út einkunn þeirra sem tóku þátt. Þórir segir að í erlendum keppnum fái allir gull sem vinna sér inn 90 stig eða meira og þeir sem fá 80 til 89 stig fá silfur.„Við

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera