Verkfall hófst í Menntaskólanum í Reykjavík í gær og nú eru tveir framhaldsskólar í verkfalli.MR er tíundi skólinn þar sem kennarar leggja niður störf en í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur verkfall staðið í þrjár vikur. MIKIL ÓVISSA HJÁ NEMENDUM Embla María Möller Atladóttir, forseti Síf -Sambands Íslenskra framhaldsskólanema, segir að verkfallið í FSU hafi fengið litla athygli og að óvissan sé mikil hjá nemendum.„En svo þegar það er búið að rugla upp rútínuna og maður veit ekki hvernig lokaprófin verða og hvort að þau gildi inn í lokaeinkunn og hvort þú átt að vera að læra öll þessi verkföll. Að þá myndast einmitt ákveðin óvissa og þá er þetta hætt að vera gaman,“ sagði Embla María í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.Þótt mestöll kennsla liggi niðri er skólahús FSU opið og enn boðið upp