Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Dregið úr launamuni á síðustu árum

Dregið hefur úr launamun á Íslandi á síðustu árum. Áhersla á krónutöluhækkanir, í stað prósentuhækkunar launa, hefur skilað hlutfallslega mestri hækkun lægstu launa en jafnframt leitt til þess að kaupmáttur hálaunafólks hefur aukist minna en annarra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu kjaratölfræðinefndar.Regluleg laun voru að meðaltali 821 þúsund krónur í maí, en miðgildi um 735 þúsund krónur, sem þýðir að helmingur fólks er með regluleg laun yfir þeim mörkum en helmingur undir.„Við sjáum greinilega breytingu þegar lífskjarasamningurinn er gerður 2019. Þá verður greinileg samþjöppun í dreifingu,“ segir Hrafnhildur Arnkelsdóttir, hagstofustjóri og formaður kjaratölfræðinefndar.Til marks um það hefur svokallaður tíundarstuðull lækkað úr 2,6 fyrir fimm árum niður í 2,4. Með því er átt við hlut

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta