Ein af tilgátum alþjóðlega rannsóknarverkefnisins ISVOLC sem fram fer um þessar mundir er að meiri bergkvika myndist undir yfirborðinu vegna hopunar jökla á Íslandi og það sé þegar farið að raungerast. Jarðeðlisfræðingurinn Freysteinn Sigmundsson segir vísbendingar um að tvöfalt til þrefalt meiri kvika sé að myndast en fyrir hop jökla.Verkefnið er leitt af Michelle Parks sérfræðingi í aflögun eldfjalla og eldfjallaeftirliti hjá Veðurstofu Íslands ásamt Freysteini.Freysteinn segir að miðað við reiknilíkön megi miða við að tvöfalt til þrefalt meiri bergkvika sé að myndast undir Íslandi nú en áður en jöklar fóru að hopa. Til að rannsaka tilgátuna kanna vísindamennirnir sérstaklega áhrif jöklabreytinga á fjögur eldstöðvakerfi sem eru: Katla, Askja, Grímsvötn og Bárðarbungu.Verkefnið er til þri