Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Alvarlegt umferðaslys nærri Kópaskeri

Alvarlegt umferðarslys átti sér stað í dag í kringum klukkan 16:00 á Norðausturvegi sem liggur á milli Ásbyrgis og Kópaskers þegar árekstur varð á milli vörubíls og fólksbíls.Slysið gerðist skammt frá bænum Hóli í Kelduhverfi.Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi Eystra voru tveir slasaðir fluttir af vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti annan til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hinn var fluttur með sjúkraflugi frá Húsavík til aðhlynningar á Landspítalann í Reykjavík.Samkvæmt Vegagerðinni er Norðausturvegur 85 enn lokaður og verður það að öllum líkindum til klukkan 22:00 í kvöld. Hægt er að aka Dettifossveg 862 sem hjáleið, en þar er snjóþekja og hann einbreiður á köflum.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera